Verðskrá

HB FASTEIGNIR

VERÐSKRÁ 1. DESEMBER 2017

Allar eignir eru sýndar af löggiltum fasteignasala

Sala fasteigna – söluþóknun

Söluþóknun seljanda með eign í almennri sölu er 2,65 % af söluverði fasteignar + vsk

Söluþóknun seljanda með eign í einkasölu er 1,95 % af söluverði fasteignar + vsk

Lágmarksþóknun seljanda er þó kr. 347.200 m/vsk við skjalafrágang sé seljandi með kaupanda að eigninni.

Skjalafrágangur vegna bíla sem teknir eru upp í eign er 3,5 % af söluverði + vsk

Skjalafrágangur vegna eignar sem tekin eru upp í aðra eign er 1,95 % af söluverði + vsk

Skjalafrágangur vegna eignar sem tekin er upp í aðra eign og er seld aftur er 1,5 % af söluverði + vsk.

Söluþóknun sumarhúsa er 3 % + vsk.

Ef eign er tekin úr sölu greiðist lágmarksþóknun kr. 111.600 m/vsk fyrir útlagaðan kostnað og vinnu við skráningu eignar.

Löggiltur fasteignasali HB FASTEIGNA sýnir allar eignir og er það innifalið í söluþóknun.

Leigusamningur – þóknun

Frágangur leigusamninga ásamt kynningu og sýningu á eigninni er 50% af leiguverði.

Frágangur leigusamninga þar sem eigandi er kominn með leigjanda að eigninni er 25% af leiguverði.

Leigutaki greiðir kr. 24.800 m/vsk í þjónustugjald.

Verðmat fasteigna – þóknun

Fyrir skoðun og verðmat eigna í fjölbýlishúsi kr. 43.400 m/vsk

Fyrir skoðun og verðmat eigna í einbýli- rað- eða parhúsi kr. 68.200 m/vsk

Önnur skjalagerð og útlagður kostnaður – þóknun

Skjalavinna vegna skilyrt veðleyfi og umboð vegna kaupa á eign er kr. 9.920 m/vsk fyrir hvert skjal.

Skjalavinna vegna skilyrt veðleyfi og umboð sem ekki tengist kaupsamningsgerð er kr. 15.500.- fyrir hvert skjal.

Útlagður kostnaður við gagnaöflun fyrir kaupsamningsgerð greiðist af seljanda og er kr. 55.800 m/vsk.

Auglýsingar í blöðum greiðast skv. samkomulagi í söluumboði. Sé ekki um annað samið skal seljandi greiða skv. gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils.

Ljósmyndari kr. 22.320 m/vsk í fjölbýli en kr. 31.000 m/vsk í sérbýli.

Sérstök vinna fasteignasala umfram framangreint er kr. 9.920 m/vsk pr. klst.

Umsýslugjald – kaupandi greiðir

Kaupandi greiðir kr. 62.000 m/vsk í umsýlsugjald vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

Fyrir aðra umsýslu þ.e veðflutning, umboð og skilyrt veðleyfi greiðir kaupandi kr. 12.400 m/vsk fyrir hvert skjal.