HB FASTEIGNIR KYNNA : 3 herb. íbúð á tveimur hæðum í tvíbýlishúsi, ásamt bílskúr, við Flétturima 9 í Reykjavík
Íbúð er skráð 155,1 fm. og bílskúr 47,4 fm., samtals 202,5 fm.
Húsið er steypt og byggt árið 1996.
Lýsing eignar: Anddyri á neðri hæð með fatahengi. Frá anddyri er geymsla, sem skv. samþykktri teikningu á að vera geymsla og þvottahús, með aðgengi á lóð. Frá geymslu er einnig aðgengi í bílskúr sem búið er að breyta í einstaklingsíbúð, með eldhúsi með viðarinnréttingu og baðherbergi með sturtu. Hluta af bílskúr er einnig búið að stúka af sem geymslu. Frá anddyri er komið inn í stigagang þar steyptur teppalaggður stigi upp á efri hæðina og hurð út á baklóð. Herbergi á neðri hæð við stigagang. Á efri hæðinni er eldhús með ljósri viðarinnréttingu, borðkrók og aðgengi út á stórar svalir yfir bílskúr. Stofa og samliggjandi borðstofa. Baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf með ljósri viðarinnréttingu, baðkari, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Gólfefni eru flísar, harðparket og korkur.
Eignin þarfnast nokkurra endurbóta. Fara þarf í viðhald á einhverjum gluggum. Steining laus á nokkrum stöðum. Vantar að klæða undur þakskyggni að hluta. Frágangi á svölum yfir bílskúr ábótavant. Rakaskemmdir eru víða í eign, m.a. á lofti í bílskúr og á útveggjum í stofu og eldhúsi á efri hæð. Búið er að fjarlægja gólfefni og opna veggi á nokkrum stöðum vegna þessa. Leki frá þaki og ummerki á lofti. Einnig ummerki um leka frá einhverjum gluggum.
Blöndunartæki vantar á baðkar.
Mælar og hitakerfi eru sameiginlegt með íbúð neðri hæðar. Seljandi mun ekki sjá um né kosta framkvæmdir eða breytingar vegna þessa, heldur er það á ábyrgð kaupanda.
ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.
** Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteignasali í s. 821-4400 eða á [email protected] **
ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR